Pink Floyd og Bjöggarnir

Þetta lag Pink Floyd ættu flestir tónlistarunnendur sem komnir eru á miðjan aldur að þekkja. Færri vita að textinn er mögnuð ádeila á peninga- og efnishyggju samtímans.

Ég hjó sérstaklega eftir þessum línum í textanum:

New car, caviar, four star daydream,

Think I’ll buy me a football team.

Ekki veit ég hvort Björgólfur Guðmundsson þekki vel til Pink Floyd. Það er líklegra að Björgólfur Thor hafi hlustað á þessa frægu hljómsveit. Allavega fjallar lagið um þá feðga.

Myndband lagsins má finna hér. Það er reyndar frekar lélegt að gæðum, bæði mynd og hljóð.


3 athugasemdir á “Pink Floyd og Bjöggarnir

  1. Eftir lokaþátt Popppunkts get ég ekki komist hjá því að hugsa Dinky Flop þegar ég sé eða heyri Pink Floyd.

    Varðandi Susan þá getur þú prófað að googla textann hennar og athuga hvort þú viljir fleygja athugasemdinni hennar þegar þú sérð hvað hún hefur sett þetta á mörg blogg. Ég fékk 244000 niðurstöður þegar ég gúglaði texta athugasemdarinnar (með gæsalöppum auðvitað). Þetta er sem sagt spam.

  2. Takk fyrir ábendinguna, Andrés. Þetta lenti reyndar í Spam-hólfinu, en ég leysti athugasemdina úr fjötrum. Skoðaði síðuna sem hún vísar til en fann enga Súsönnu þar. Ef hún er aðdáandi minn er hún mjög dugleg að hrósa fólki, því það komu 1,3 milljón niðurstöður þegar ég leitaði á Yahoo að textanum.:)

    Drífðu svo í að stofna WordPress-blogg.

Færðu inn athugasemd